Þvottahúsið#93 Mummi í Götusmiðjunni gerir upp atlöguna og mannorðsmorðið

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium er engin annar en Týr Þórarinsson sem kannski betur er þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni. Mummi er rokkari, mótórhaus, bindindismaður og Kvikmyndagerðarmaður í grunninn og listaspíra inn við hjartað. Mummi var villingur, tossi að eigin sögn. Gékk ílla í ferköntuðu skólaumhverfi og fljótt var hann farin að misnota fíkniefni. Honum var svo reyndar sparkað úr meðferð af Vogi eftir 7 daga fyrir að vera ekki nógu góður alki eins og hann orðaði það en samt sem áður er hann búin að vera edrú í 30 ár.Mummi er einna helst þekktur fyrir ötullt starf með unglingum í fíknivanda og rak í um 14 ár meðferðarheimilið Götusmiðjan sem að eigin sögn skilaði mjög góðum árangri. Hann fann í sig í þessum bransa eftir að hann hóf störf í félagsheimili þar sem hann kenndi unglingum  kvikmyndargerð. Þar hitti hann unglinga sem hann tengdi strax við, unglingsdrengi sem virtust eiga erfitt uppdráttar og oft á tíðum bjuggu við mikin óstöðuleika heima fyrir. Hann segir að klárlega fann hann sem þessar týpur sóttu í hann og að hann nyti virðingar sem hann svo nýtti sér til framdráttar í vinnu sinni með þessum hóp seinna meir. Ferill var settur af stað með samkomulagi milli Mumma og Braga Guðbrandssyni þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu um að barnaverndaryfirvöld myndu taka við heimilinu og Mummi myndi stíga til hliðar eftir öll þessi ár í 150% vinnu. Yfirtakan fór af stað eins og samið var um en áður en síðustu samningarnir höfðu verið undirritaðir fór af stað atburðarrás sem varð til þess að Götusmiðjunni var lokað kviss bamm, börnunum hrúgað upp í rútu og keyrð í burtu. Bragi og Mummi hafa síðan eldað grátt silfur saman og endaði þessi atburðarrás í réttarsal þar sem Mummi stefndi Braga vegna átta ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum í tengslum við þetta mál og var Bragi sýknaður með öllu.Bragi hélt því fram að meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Bragi vildi meina að  samskipti Mumma við börnin væru farin yfir velsæmismörk og framganga hans farin að valda vanlíðan og óöryggi, auk þess átti Mummi að hafa lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum.

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.