Þvottahúsið#85 Hjólahvíslarinn kveður

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin annar en reiðhjólahvíslarinn Bjartmar Leósson. Bjartmar sem nýlega hætti störfum sem leikskólastarfsmaður eftir 17 ár er einna helst þekktur í samfélagi fýkla og utangarðsmanna fyrir brenheita réttlætiskennd og endurheimt stolina hjóla sem mikið er af í miðbæ Reykjavíkur sérstaklega. “Það kom tímabil þar sem ég ákvað að bara ekki vera á bíl, hjólaði alltaf í vinnuna hálftíma leið og sennilega í besta formi lífs míns þá. En bíladellan er sterk, en ég hef það mottó að ég þurfi ekki að nota bíl til að komast í vinnu, ég verð að búa nálægt vinnunni í göngu eða hjólafæri. Stundum er bílarnir bara ónotaðir fyrir utan í nokkra daga. ég myndi aldrei getað það verið fastur í traffik á leið í vinnuna á hverjum einasta degi”Bjartmar hefur haft brennandi áhuga á öllum sem er á hjólum síðan hann var smá pjakkur, reiðhjól, bílar og mótorhjól eiga hug hans allan. Það var svo fyrir nokkrum árum að hann rakst á glæný og dýr reiðhjól fyrir utan Háspennu, en Háspenna er spilavíti þekkt er fyrir vissan hóp fastakúnna. Hann sá hjólið í andyrinu læst með 1000króna Tiger lás og strax áttaði hann sig á því að hjólið var að öllum líkindum stolið og sú vitneskja ein og sér án þess að gera eitthvað í því gat Bjartmar ekki undir neinum kringumstæðum látið slæda, hann fann sig knúin til að leiðrétta það sem hann sá og koma hjólinu í réttar hendur sem og honum tókst með hjálp lögreglu eftir smá stapp við þjófana sem auðvitað viðurkenndu ekki neitt. “Hér voru bara þessi 3 hjól og það var bara eitthvað off við þetta” Segir Bjartmar er hann rakst á 3 hjól í afgreiðslunni á Háspennu.“ég ákvað batra að fá lögguna og lendi í stappi við þá í hurðinni og stóð bara í hurðinni bara nei, nei these are stolen bikes og þeir bara No, No not stolen. Loksins kom löggan og maður sem kannaðist við hjólið sitt og kíkti á stellnúmerið og það passaði og daginn eftir var annar eigandi hjóls búin að sjá að hann átti eitt og nokkrum dögum seinna var þriðja hjólið komið í réttar hendur”

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.