Þvottahúsið#80 Friðrik Agni, mögulega fyrsti litaði hommaforsetinn!

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin annar en dansarinn, pistlahöfundurinn og múltikunsterinn Friðrik Agni Árnason. “Ef ég ætti að segja að eitt af þessu sé svona innsti kjarninn þá er það dansinn, alveg innst, og svo út frá því kemur allskonar annað, skapandi, eins og að skrifa, svona tjáskipti”“Ég sá strák, varð hrifin af honum, hann var fyrirsæta og ég var ég var líka að vinna sem fyrirsæta þegar ég var unglingur og við kynntumst og allt í einu vorum við bara að deita og ég svo sagði ég bara við mömmu að ég er eiginlega bara að deita strák og hún bara sagði já ok en passaðu þig bara að fara varlega, þetta var bara eins og að segja hei, ég er með brún augu”

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.