Þvottahúsið#79 Snorri Ásmunds er hinn mikli Hilarion

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium er engin annar en fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson. Snorri sem hefur fengist við gjörningslist síðan hann man eftir sér lifir einnig og þrífst í málaralistinni. Hann segist í raun lifa á málaralistinni en að gjörningslistformið sé það sem stendur honum næst í einhverjum kjarna. Snorri hefur eins og sagt hefur verið í einskonar listgjörning síðan hann var lítill drengur. Gunnar spyr hann einmitt um gjörning sem hann Snorri framkvæmdi sem ungur drengur á götum Akureyrar þar sem hann bjó á þeim tíma. Gjörningin myndu flestir bara túlka sem dónaskap og ósvífni en í augum Snorra var bara eitt markmið, að ögra og sprengja kassan. Hann sem sagt heilsaði öllum gömlum konum sem hann mætti með því að biðja góðan daginn en bætti svo við “helvítis mellan þin.”

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.