Þvottahúsið#77 Olga Björt og stóri metoo þátturinn

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin önnur en blaðakonan, ritstýran, kennarinn og feministinn Olga Björt Þórðardóttir.Þemi viðtalsins var án efa meetoo byltingin og almennt samskipti kynjana frá vinkli geranda og þolanda. Gunnar rak augun í grein sem Olga skrifaði í lok Janúar, grein þar sem Olga fór yfir atburði sem hún varð fyrir sem barn. Í greininni lýsti hún atburðum þar sem hún var barin bakvið skúr fjögura ára gömul af jafnöldrum sínum, tveim drengjum. Annað dæmið var er Olga var tíu ára og vinir hennar reyndu með valdi að komast undir pilsið á henni sem svo reyndar ekki tókst því hún varðist með kjafti og klóm. Átján ára gömul ráðast drengir  að henni í partýi og klippa af henni hárið með valdi, sama ár var henni svo nauðgað. Þessi nauðgun var aldrei kærð því í þá daga hafði það lítið upp á sig sagði Olga. Í þessu samhengi lagðist hún sem forvitinn blaðamaður og grúskari í að kynna sér sögu ofbeldis gegn konum á Íslandi frá landnámi, samhliða kvenréttindabaráttunni. Hún leitaði einnig álits sérfræðinga, m.a. í íslenskum fræðum og bókmenntum, til að hafa sem réttastar upplýsingar  og búa þannig til mögulegt markvert samhengi. Það hvarflaði nefnilega að henni að fyrst áföll erfast þá geti menning og forréttindi sannarlega gert það líka.

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.