Þvottahúsið#75 Boff Konkerz er ekkert að fokking grínast

TRIGGER WARNING. Lýsingar tengt BDSM, kinki, satanisma og buttpluggum í þættinum gætu farið fyrir brjóstið á viðkvæmum.Viðtalið fór fram á ensku.Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium er engin annar en Boff Konkerz. Boff er húðflúrmeistari frá London sem býr yfir mörgum sérkennum og einstæðum hæfileikum. Boff er mikill Íslandsvinur enda búin að venja komu sína til Íslands síðustu ár með mjög reglulegu millibili í þeim tilgangi að húðflúra landan. Sjálfur er Boff nánast fullbody flúraður, það eina sem vantar upp á er undir iljarnar og höfuð, meira að segja viðkvæmustu staðir Boffs eru flúraðir en það fer hann inn á í viðtalinu. Spurður út hvort höfuðið og andlit séu eftir svarar Boff ákveðin að svo verði ekki. Hann kann vel við þennan kontrast sem myndast í þessu samspili hreins andlits og flúri upp fyrir hálsmál. “Ég er húðflúruðar nánanast allsstaðar nema á haus og andliti sem og á iljunum, bókstaflega allsstaðar annarsstaðar.”Segir Boff. Davíð spyr hann út í einkastaðina og segir Boff svo vera en samt sem áður þessir staðir vera í vinnslu.Boff virðist ekki hræðast né forðast sársauka eins og flestir kannski gera í hefðbundnum skilning. Hann hefur einnig verið síðustu árin mjög virkur í BDSM senu Lundúna sem og heimsótt event og dyflísur um allan heim. Konan hans Boff er atvinnu Domain eða sársaukagjafi í London sem þýðir að hún veiti fólki þjónustu sem kannski fólk fær ekkert endilega fullnægt heima hjá sér. Allskonar kink eru í gangi þarna úti og nefnir hann Boff sem dæmi að kúnni gæti þess vegna pantað tíma eða tvo í svokallað footvership þar sem fætur eru tilbeiðnir á fjórum. Sjálfákvörðunarréttur hvers og eins yfir eigin líkama tekur hann sem gott dæmi þegar fólk ákveður í þessari senu að brennimerkja sig, þekkt sem branding. Koma fyrir aðskotahlutum úr riðfríu járni undir húð sem kallast Inplantation. Kljúfa tungur, skera til eða fjarlæga eyru, fjarlægja fingur eða einfaldlega skera getnaðarlimi af. Allt eru þetta dæmi um öfgar sem þykja afar fordæmt og kontraversialt en þegar á öllu er á botninn hvolft sjálfákvörðunarréttur hvers og eins að gera hvað sem sýnist við sinn eigin líkama. “Mér finnst að fólk eigi bara að leyfa öðrum að vera það sjálft, svo ef fólk vill skera af sér fingur eða kljúfa á sér tunguna, fikta í augnsteinum á sér eða höggva af sér getnaðrliminn þá bara gangi ykkur vel, þetta er þeirra líkami”https://www.instagram.com/bofftattoo/

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.