Þvottahúsið#74 Lilja Sif. Sálinn sem undirbýr ferðalanga

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er sálfræðingurinn Lilja Sif Þorsteinssdóttir. Lilja sem stendur á bakvið sálfræðiþjónustuna Heilshugar hefur fengist við ýmislegt innan hefðbundinar sálfræði. Heilshugar virðist vera samt sem áður bjóða upp á nýjungagjarnar aðferðir hvað varðar andlega heilsu og heilun. “Heilshugar er svona batamiðað rými með skaðaminkandi áherslum þar sem að ég er að reyna að blanda saman þessum topp down aðferðum og bottom up aðferðum” Heilshugar bíður einnig upp á námskeið fyrir ferðalanga. Um er að ræða námskeið,  hópnámskeið sem ber heitið stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga. Gunnar spyr Lilja hverjir þessir ferðalangar eru og hvert ferðinni sé heitið. Það sem um ræðir er undirbúnings og  úrvinnsluvinna fyrir einstaklinga sem leggja af stað í einskonar ferðalög með hjálp hugvíkkandi efna. Þau hugvíkkandi efni sem um ræðir eru öll ólögleg og því undirstrikaði Lilja að aldrei undir neinum kringumstæðum mælir hún með notkun þessara lyfja eða efna við neinn mann né hefur nein tengsl við þá aðila sem framkvæma svo sjálfa athöfnina. Hún aðeins undirbýr í samtali viðkomandi eins vel og hún getur undir ferðalagið sem er í bítum sem og tekur svo við viðkomandi að ferðalagi loknu þar sem hjálp frá fagaðila oft er bráðnauðsynleg og oft á tíðum vanmetin. https://heilshugar.is

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.