Þvottahúsið#70 Sara Páls er dáleiðarinn

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvotahúsið er lögmaðurinn, dáleiðarinn og orkuheilarinn Sara Pálsdóttir. Sara sem hefur stundað dáleiðslu og orkuheilun samhliða lögmennsku í nokkur á núna segir að þessi andlega vinna sé farin að taka meira og meira yfir. Hún hóf þessa vegferð innan dáleiðslu og hugleiðslu í kjölfar mikillar þjáninga sem voru nálægt því að keyra hana alveg í kaf. Hún byrjaði snemma að drekka alkahólist samhliða því að vera alvarlega þjökuð af átröskun.Viðtalið skiptist í raun upp í tvennt. Fyrsti hlutinn er sjálft viðtalið þar sem hún fer í gegnum sína reynslu og útskýrir orkuheilun og dáleiðslu fyrir bræðrunum.Í seinni hluta þáttarins leiðir Sara Gunnar í djúpt dáleiðsluástand þar sem hann öðlast aðgang í undirmeðvitund sína ásamt getu til tiltektar á þeim óafgreiddu áfallaeindum sem þar làgu.https://sarapalsdottir.is

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.