Þvottahúsið#67 Rauði baróninn með parkinson

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið er umdeildasti knattspyrnudómari Íslands fyrr og síðar hann Garðar Örn Hinriksson einnig þekktur sem Rauði Baróninn. Garðar fór alltaf sínar eigin leiðir sem ekki alltaf ollu vinsældum hjá knattspyrnusambandinu. Mál málana var þó taugasjúkdómurinn Parkinson sem Garðar greindist með árið 2016. Hann fór að taka eftir skjálfta í vinstri hendi sem varð til að hann leitaði taugalæknis sem nánast greindi hann á staðnum. Fyrsta eina og hálfa árið hélt hann þessum upplýsingum fyrir sjálfan sig því hann einfaldlega þurfti að melta þessar upplýsingar, taka þær inn almennilega. 

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.