Þvottahúsið#58 Magnús er BDSM

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin annar en Magnús Hákonarson fyrrum formaður B.D.S.M á Íslandi, sjósyndari og almennt mikill meistari.Magnús hefur verið viðloðin BDSM senuna á Íslandi síðastliðin 25 ár. Hann fór yfir það hvernig hann færðist yfir í þessa átt sem ungur maður er hann fór að gera sér grein fyrir vissu tilfinningarrisi við það eitt að binda í kynlífi. Eitthvað svo almennt en í þessu tilfelli vísir í eitthvað sem hefur svo sýnt sig sem sterk BDSM hneigð.https://bdsm.is

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.