Sprengju Kata brýtur heilann

Nýjasti gestur Gunnars og Arnórs í Alkastinu sem er í boði Þvottahússins er engin annar en meistarinn Katrín Lilja Sigurðardóttir. Katrín sem er betur þekkt undir nafninu Sprengju Kata starfar dags daglega sem aðjúnkt í efnafræðikennari við Háskóla Íslands. Auk þess er hún mjög virk í allskonar íþróttum eins og hlaupi, hjólreiðum og sundi. Katrín eignaðist sitt fyrsta barn aðeins sextán ára gömul sem þýddi að hún var í raun þrem árum á eftir í sinni mennta- og háskólagöngu. Engu að síður hélt hún ótrauð áfram þrátt fyrir að á námsárunum í HÍ hafi hún eignast tvö börn til viðbótar. Snemma á sínum háskólaárum snerist hún til kennslu; fyrst sem stundakennari og nú, tíu árum síðar er hún enn að. Nú sem kennari í almennri-, lífrænni- og ólífrænni efnafræði.

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.