Vöggudýrabær, Orð gegn orði og Út úr mátunarklefanum; fleiri fjór...
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Á dögunum sendu Bragi Ólafsson og Einar Örn Benediktsson frá sér bókverk sem nefnist: Út úr mátunarklefanum - fleiri fjórar línur og titill og þrefalt færri fjórlínungar. Í bókinni birtast ljóð eftir Braga teikningarnar eftir Einar Örn. Við tökum þá tali um verkið í þætti dagsins. Einnig heyrum við af ljóðabókinni Vöggudýrabæ eftir Kristján Hrafn Guðmundsson. Hún fjallar um þær konur sem neyddust til að setja börnin sín á vöggustofur og byggir Kristján Hrafn verkið á reynslu ömmu sinnar og móður, sem þurfti, eins og segir í bókinni, að fara í húsið kalda, þar sem tilfinningar þóttu tabú, hlýju var vísað á dyr og alúð afskrifuð. Afplánunin tók tvö ár. Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Orð af Orði í Þjóðleikhúsinu og gefur skýrslu.