Viibra, ekkert og Grafreiturinn í Barnes
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum heyrum við af nýrri plötu og útgáfutónleikum flautuseptettsins Viibru, en stallsysturnar sjö sem sveitina skipa ferðuðust víða um heim með Björk Guðmundsdóttur á síðustu árum, blésu í fjölbreyttar flautur sínar og runnu í raun nánast saman við tónlistina. Við hittum í þættinum Berglindi Maríu Tómasdóttur, flautuleikara og Margréti Bjarnadóttur, danshöfund, og ræðum tónleika í Hörpu á sunnudag, nýju plötuna og samstarfið við Björk. Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í þýðingu Gyrðis Elíassonar á bók breska rithöfundarins Gabriel Josipovici, Grafreiturinn í Barnes. Og við rifjum upp innslag frá árinu 2021 um umdeilda sölu á verki ítalska myndlistarmannsins Salvatore Garau, verkinu Il sono, sem mætti þýða sem, ég er, en salan komst í heimsfréttirnar vegna þess að verkið sjálft er eiginlega ekki neitt. Ekkert. Tómarými.