Vigdís Finnbogadóttir í Loftskeytastöðinni, nornir í dönskum bókmenntum

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Hvað varð til þess að Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í heiminum til að verða kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum? Þessari spurningu leitast sýningin Ljáðu mér vængi í Loftskeytastöðinni við að svara, auk þess að varpa ljósi á ævi og störf Vigdísar. Við sækjum sýninguna heim og ræðum við Maríu Theódóru Ólafsdóttur forstöðumann Loftskeitastöðvarinnar. Auk þess verður rætt við Snædísi Björnsdóttur en hún birti á dögunum grein í Tímariti máls og menningar þar sem hún skoðar helstu stef og stefnur innan danskra samtímabókmennta, en þar eru nornir og sögulegur skáldskapur í brennidepli.