Verðlaun fyrir Sjón, forn verkföll og Konstrúktívur vandalismi
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Víðsjá dagsins hefst á gleðitíðindum úr bókmenntalífinu. Tilkynnt var um það í hádeginu að rithöfundurinn og skáldið, handrits- og textahöfundurinn Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson fái árið 2023 hin svokölluðu Norrænu verðlaun Sænsku Akademíunnar fyrir framlag sitt til fjölbreyttra bókmennta og texta ýmis konar. Við skjótumst í heimsókn og hittum höfundinn að þessu tilefni. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að rekja sig í gegnum forn verkföll. Ragnheiður Gyða er með hugann við Grikkland, þá miklu lýðræðis og menningarvöggu vesturlanda. Kvennaverkfall úr leiklistarsögunni verður tekið fyrir. Við höldum líka í Hverfisgallerí og spjöllum við Daníel Magnússon myndlistarmann sem þar býður upp á Konstrúktívan vandalisma, eða það er a.m.k. heitið á einkasýningunni hans þar á bæ. Daníel er í verkunum að velta fyrir sér horfinni heimsmynd, þeim tíma þegar jörðin var álitin í miðju sólkerfisins okkar áður en annað kom í ljós. Listin er einræði segir Daníel, við heyrum nánar af því hér í síðari hluta Víðsjár í dag. Við sögu koma út- og innhöf, myndgert blátt hljóð, hárspennur og heiti á klámstjörnum, gömlum og nýjum.