útvarp verður tónverk, Fullorðið fólk og verðmæti andlegrar næringar
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Sameiginleg ástríða fyrir útvarpi er kveikjan að nýju tónverki kammerhópsins Ensamble Adapter, sem frumflutt verður í Hafnarborg á sunnudag. Hópurinn, sem stofnaður var stofnaður í Berlín 2004, skapar frumsamda nútímatónlist og einblínir fyrst og fremst á samstarf og samsköpun með fjölbreyttum hópi listamanna sem koma víðsvegar að. Allt frá stofnun hópsins hefur hann frumflutt hundruði verka og komið fram á fjölda hátíða og tónleika um Evrópu. Í ár er Ensamble Adapter staðarlistahópur tónleikaraðarinnar Hljóðana í Hafnarborg. Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og einn stofnandi hópsins verður gestur okkar í dag og segir okkur frá nýja verkinu, Yunge Eylands Varpcast Netwerkið, en það er einskonar lifandi útvarpsleikhús þar sem umfjöllunarefnið er útvarp og þau áhrif sem útvarpsmiðillinn hefur haft á samfélög smærri þjóða í gegnum tíðina. Við fáum heimspekilega hugleiðingu frá Freyju Þórsdóttur. Í pistli dagsins fjallar Freyja um andlega næringu, það er að segja, áhrif þeirra verðmæta sem við sköpum fyrir hvort annað í listrænu og menningarlegu samhengi. Nóvellan Fullorðið fók, Voksne mennesker, eftir Marie Aubert kom út í Noregi árið 2019 og hlaut Ungdommens kritikerpris 2020. Bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Kari Óskar Grétudóttur í bókaflokknum Sólinni frá Benedikt bókaútgáfu. Fullorðið fólk segir frá Ídu, arkítekt sem er rétt liðlega fertug, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Ida er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í súmarhúsinu bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta er bók um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni og afbrýgðissemi. Og í þessari stuttu nóvellu sem Kari ósk þýðandi segir minna margt á eiginleika kammerleikhússins, er heilmikill undirtexti og þemu sem tala sterkt til samtímans. Víðsjá hringdi í Kari Ósk sem búsett er í Noregi.