Unuhús, arkitektúr í Palestínu og Íslensku þýðingaverðlaunin

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Við gerum okkur ferð að Unuhúsi í þætti dagsins og hittum Jón Karl Helgasson bókmenntafræðing og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands en hann heldur námskeið um húsið og arfleifð þess hjá Endurmenntun frá og með næstu viku. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, flytur pistil um arkitektúr í Palestínu sem nú á dögum er á undanhaldi en byggir á ríkulegri hefð, baráttuhug og seiglu - og mætir nú ægivaldi græðgi og eyðileggingar. Og við hugum einnig að Íslensku þýðingaverðlaununum sem veitt voru á föstudag en þau hlaut Jón Erlendsson fyrir þýðingu sína á Paradísarmissi eftir John Milton. Við heyrum í þýðandanum og Ástráði Eysteinssyni sem ritar inngang að þýðingunni í þættinum.