Til hamingju með að vera mannleg, Come closer
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía, er danshöfundur og dansari sem hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum frá því hún útskrifaðist sem dansari frá Listaháskóla Íslands 2009. Hún frumsýnir nýtt leikverk í Þjóðleikhúsinu þann 19.apríl, verkið kallast Til hamingju með að vera mannleg og er unnið upp úr samnefndri ljóðabók. Bókina skrifaði Sigga Soffía þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð, sem leið til að takast á við óttann sem fylgdi óvissunni. Hún segir bókina meðal annars vera vitnisburð manneskju sem tekst á við áfall, sjálfstætt starfandi móður sem þarf að horfast í augu við nýja sjálfsmynd í kapítalísku samfélagi þar sem framleiðni virðist oft skipta meira máli en manneskjur. Við ræðum við Siggu Soffíu í þætti dagsins og heyrum nokkur ljóð úr bókinni Til hamingju með að vera mannleg. Einnig verður rætt við Borgar Magnason kontrabassaleikara um nýútkomna sólóplötu hans, Come closer.