Svipmynd: Goddur
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Guðmundur Oddur Magnússon, oftast kallaður Goddur, er listamaður og fyrrverandi prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hann stundaði myndlistarnám við nýlistadeild MHÍ og lærði svo grafíska hönnun við Emily Carr University of Art & Design í Kananda. Goddur kom á námi í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri og varð deildarstjóri í grafískri hönnun við MHÍ 1995 til loka skólans. Síðan vann hann að stofnun hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands og var þar deildarstjóri í grafískri hönnun frá upphafi. Opinberlega er Goddur hættur að kenna og sestur í helgan stein en hann situr ekki auðum höndum heldur stundar rannsóknir af kappi og heldur fyrirlestra. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá dagsins, og það er listamaðurinn og kennarinn Goddur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson