Svipmynd af tónskáldi / Anna Þorvaldsdóttir

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Anna Þorvaldsdóttir er meðal kunnustu tónskálda Íslands og ekkert minna en súperstjarna í heimi klassískrar tónlistar. Verk hennar eru flutt í bestu tónleikahúsum heims og margar af helstu hljómsveitum heims hafa pantað hjá henni verk. Tónverkum hennar hefur verið lýst sem einstökum innan samtímatónlistar og sköpunarkrafti hennar mætti auðveldlega líkja við einhverskonar náttúruafl. Anna býr í Surrey á Englandi en ferðast mikið til að vera viðstödd flutning á tónlist sinni víðsvegar um heim. Í dag er hún stödd í Reykjavík til að vera viðstödd tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem verk hennar verða í aðalhlutverki. Anna verður gestur Víðsjár í dag. Brot úr eftirtöldum verkum eru leikin í þættinum: Aion, Archora, Metacosmos, Sola og Catamorphosis.