Svipmynd af tónlistarmanni / Tómas R. Einarsson

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi svo áratugum skiptir. Tómas ólst upp á Laugum í Dalasýslu þar sem sund og bókmenntir áttu hug hans allan. Nokkru eftir menntaskóla lagði Tómas land undir fót. Ferðaðist með harmonikkunni í gegnum Barcelona og til Buenos Aires til að komast í tæri við Tangótónlist. Hann hóf nám á kontrabassa 1978 og þvældist fiðluboginn sem hann var látinn leika með, og þjóðlögin sem fyrir hann voru sett, mikið fyrir, enda vildi hann helst að ná að toga úr hljóðfærinu blúsgang. Hann féll á prófi í Tónskóla Sigursveins en hélt samt áfram að spila á hljóðfærið og rataði í sína fyrstu djasssveit árið 1980. Síðan þá hefur hann gefið út yfir 20 plötur með eigin tónsmíðum og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Tómas verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.