Svipmynd af rithöfundi / Eva Björg Ægisdóttir og Lífið er staður þar sem bannað er að lifa.

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Eva Björg Ægisdóttir hlaut á dögunum Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bókina Heim fyrir myrkur Bókin er hennar sjötta glæpasaga á jafnmörgum árum, en Eva Björg kom fyrst fram á sjónarsviðið 2018 þegar hún sigraði í samkeppninni Svartfuglinn þar sem nýir höfundar geta sent inn handrit að glæpasögu. Sú bók, Marrið í stiganum, hlaut bresk glæpasagnaverðlaun og hefur verið þýdd á nokkur tungumál. Eva Björg er fædd og uppalin á Akranesi og kemur heimabærinn mikið við sögu í hennar skáldskap. Hún hefur fengist við skriftir frá ungaaldri en bjóst þó ekki við að verða rithöfundur. Hún lærði félagsfræði og afbrotafræði í Háskóla Íslands áður en hún gaf út sína fyrstu bók, enda alla tíð haft brennandi áhuga á fólki, aðstæðum þeirra og forsögu, sem oftar en ekki er kveikjan að hugmynd að glæp. Í þættinium rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í bókina Lífið er staður þar sem bannað er að lifa, eftir Steindór Jóhann Erlingsson. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir