Svipmynd af píanóleikara / Edda Erlendsdóttir

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Edda Erlendsdóttir fæddist á gamlársdag árið 1950 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór í framhaldsnám í tónlistarháskólann í París og hefur verið búsett í borginni nánast allar götur síðan. Á ferli sínum hefur Edda komið víða við, haldið tónleika um víða veröld og gefið út fjölda diska. Hún hefur kennt og starfað við við Tónlistarháskólann í Lyon og í Versölum en er nú gestakennari við Listaháskóla Íslands. Edda verður gestur okkar í svipmynd dagsins.