Svipmynd af Pedro Gunnlaugi Garcia og rýni í Venus í feldi

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Í síðustu viku var tilkynnt um handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verðlaunahafinn í flokki fagurbókmennta er Pedro Gunnlaugur Garcia, sem hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Lungu. Pedro vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem kom út árið 2019, og þá þegar var talað um nýjan tón í íslenskri skáldsagnagerð. Í umsögn dómnefndar bókmenntaverðlaunanna um Lungu var sömuleiðis talað um nýjan tón, með töfrandi frá­sagnar­gleði sem fer á­reynslu- og hispurs­laust á milli dýpstu til­finninga og á­taka til ævin­týra­legra gleði­stunda með goð­sagna­kenndu í­vafi. Pedro Gunnlaugur Garcia er gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins. Pedro, sem er að eigin sögn drifinn áfram af samblandi af ótta við fólk og viðleitni til víðsýni, segir okkur frá uppvextinum, áhrifavöldum og aðferðum við að móta sögur og persónur. En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni frá Nínu Hjálmarsdóttir, sem segir okkur af upplifun sinni af leikverkinu Venus í feldi, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðið fimmtudagskvöld. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir