Svipmynd af myndlistarmanni / Kristín Gunnlaugsdóttir
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er frá Akureyri en stundaði nám í Myndlista-og handíðaskólanum. Eftir útskrift fluttist hún til Rómar þar sem hún dvaldi í klaustir og lærði að gylla og mála íkona. Hún bjó svo í nær áratug í Flórens þar sem hún stundaði framhaldsnám en flutti svo til Reykjavíkur. Kristín er leitandi listamaður sem sífellt leitar nýrra leiða í sinni listsköpun. Hún fjallar jafnan um málefni samtímans með ævafornum aðferðum og eru til að mynda íkonar hennar af þreyttum einstæðum mæðrum með Bónuspoka gott dæmi um það. Sýning hennar Sköpunarverk sem sett var upp í Listasafni Íslands 2013 var ákveðin vendipunktur á hennar ferli en þá var að finna píku í hverju einasta verki. Hún segist hafa lítið selt af myndlist fyrstu árin eftir þá sýningu. Við ræðum það og margt annað í Svipmynd dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson