Svipmynd af myndlistarmanni / Haraldur Jónsson

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Har­ald­ur Jóns­son myndlistarmaður var getinn í Noregi, fæddist árið 1961 í Helsinki og náði svo að búa í Danmörku áður en hann sigldi með Gullfossi til Íslands á leikskólaaldri. Hann hóf nám í barnaskóla ári á undan jafnöldrum sínum og fluttist til Frakklands þegar hann lauk MR nítján ára gamall. Hann segir framandgervingu alltaf hafa verið hluta af sér, honum líði best í kjarnanum. Haraldur lítur á tungumálið sem skúlptúr en það var meðal annars latína og orðsifjafræði sem leiddu hann á braut myndlistarinnar. Líkaminn, tilfinningar og skynjun mannsins á umhverfi sitt eru einnig þræðir sem ganga í gegnum höfundaverk Haraldar. Hann nam myndlist í Frakklandi , Þýskalandi og á Íslandi og nefnir Joseph Beuys, Fellini og Meredith Monk sem áhrifavalda. Har­ald­ur hef­ur haldið tugi einka­sýn­inga og tekið þátt í ótal sam­sýn­ing­um um víða ver­öld. Verk hans eru í eigu helstu op­in­beru safna á Íslandi sem og í einka­söfn­um í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Haraldur er gestur okkar í Svipmynd Víðsjár þessa vikuna.