Svipmynd af Lilju Sigurðardóttur, Kramp
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur er nýr bæjarlistarmaður Kópavogs. Hún hefur þó ekki alltaf búið þar í bæ. Lilja var aðeins fimm ára þegar hún flutti lagðist í heimshornaflakk með fjölskyldu sinni. Þau bjuggu í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni auk þess að ferðast um fleiri lönd, en komu alltaf reglulega til Íslands. Planið var alls ekkert að verða rithöfundur en handritasamkeppni Bjarts árið 2009 varð til þess að hún skrifaði sína fyrstu bók, Sporið. Lilja verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Kramp eftir chileska rithöfundinn Mariu Jose Ferrada, sem kom nýverið út hjá Angústúru í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.