Svipmynd af Jónmundi Grétarssyni, Millibilsmaður

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Jónmundur Grétarsson leikari ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og Garðabæ. Hann sló í gegn í söngleiknum Bugsy Malone sem settur var á svið í Loftkastalanum árið 1997 en ætlaði samt ekkert endilega að verða leikari. Þónokkrum árum síðar, eftir glæstan feril í fótbolta, fór Jónmundur til San Francisco að læra leiklist. Stuttu eftir heimkomu stofnaði hann ásamt félögum sínum leikhópinn Elefant, en hann samanstendur af leikurum sem eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar af blönduðum uppruna. Elefant setti á svið leikverkið Smán eftir Ayad Akh­t­ar í Þjóðleikhúsinu 2017, og hópurinn stígur þar á svið á nýjan leik annað kvöld, þegar þau frumsýna Íslandsklukkuna í leikstjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar. Jónmundur verður gestur okkar í svipmynd í dag. En við byrjum á bókmenntarýni, Millibilsmaður heitir heimildaskáldsaga Hermanns Stefánssonar sem gerist á fyrstu árum 20. Aldar. Þar eru jöfnum höndum tekin fyrir sjálfstæðismál og spíritsmi. Sölvi Halldórsson bókmenntarýnir Viðsjár segir okkur skoðun sína á verkinu