Svipmynd af fatahönnuði, Armeló
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Ragna Sigríður Bjarnadóttir, fatahönnuður, var ráðin fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í sumar og er því nýtekin við starfinu. Hún lærði einmitt sjálf við sama skóla en fór utan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám. Eftir útskrift starfaði Ragna við fagið í nokkur ár í Kaupmannahöfn, og fékk þar heilmikla innsýn í bransann. En eftir að hafa kynnst danska fataiðnaðinum og öðlast reynslu fékk hún nóg af því að horfa upp á sóunina og grænþvottinn sem á sér stað í fjöldaframleiðslu á fatnaði. Hún ákvað að flytja aftur heim og sér ekki eftir því. Ragna verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í nýjustu skáldsögu Þórdísar Helgadóttur, Armeló.