Svipmynd af Davíð Þór Jónssyni
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Davíð Þór Jónsson er margra hatta maður sem erfitt er að skilgreina á einn hátt. Það mætti nota orðið tónlistarmaður, píanóleikari, tónsmiður, gjörningalistamaður eða spunatónlistamaður. Davíð Þór segist sjálfur fyrst og fremst vera manneskja, sem um leið er faðir, dýravinur, bóndi og náttúruvinur sem lifir fyrir tónlist. Það mætti líka kalla hann galdramann augnabliksins.