Svipmynd af Arndísi Þórarinsdóttur, viðurkenningar Hagþenkis, Eden

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Arndís Þórarinsdóttir hlaut nýverið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Kollhnís. Arndís sendi frá sér sína fyrstu bók, Játningar mjólkurfernuskálds, árið 2011, og síðan eru bækurnar orðnar 12 talsins, auk fjölmargra þýðinga. Arndís hefur hlotið margvísleg verðlaun og tilnefningar fyrir bækur sínar og Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki barna- og ungmennabóka, auk Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttir. Arndís lærði bókmenntafræði, leikritun og ritlist og starfaði sem blaðamaður og bókasafnsvörður áður en hún helgaði líf sitt ritstörfum. Hún verður gestur í Svipmynd dagsins. Við fáum líka bókarýni frá Sölva Halldórssyni, sem fjallar að þessu sinni um skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden. En við byrjum þáttinn í dag á því að fara yfir tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir