Stropha, Tatiana Bilbao og Þorleifur Gaukur

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Ingibjörg Elsa Turchi mætir til okkar og segir frá plötunni Stropha. Hljóðheimur plötunnar sver sig í ætt við fyrri plötu Ingibjargar, Meliae, og er skapaður af sömu hljóðfæraleikurum auk nýrra blásara. Hildigunnur Sverrisdóttir fjallar um verðlauna-arkitektinn Tatiönu Bilbao en verk hennar leggja áherslu á félagslegar þarfir manneskjunar og hafa það að markmiði að skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari með meiru, segir frá komandi plötu og lýsir tónlistarsenunni í Nashville.