Stífluhringurinn, Að safna regni, Listasafn Akureyrar
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Við lítum inn á vinnustofu myndlistarkonunnar Nínu Óskarsdóttur á Hólmaslóð og forvitnumst um sýningu sem hún er með í undirbúningi, opnar á laugardag í Höggmyndagarðinum og heitir Að safna regni. Við tökum einnig á móti tónskáldinu Guðmundi Steini Gunnarssyni en verk hans Stífluhringurinn verður frumflutt af Caput hópnum í Hörpu á morgun. En við hefjum þáttinn á því að heyra fréttir að norðan, því í Listasafni Akureyrar hófst haustdagskráin með miklum látum um helgina. Freyja Reynisdóttir verkefnastjóri sýninga tók símann í morgun og var spurð út í opnanir liðinnar helgar og út í grasrótina.