Slökkvistöðin, Elva Rún Kristinsdóttir, Þú ringlaði karlmaður /rýni, Aftökunóttin

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Í Slökkvistöðinni í Gufunesi opnar á morgun ljósmyndasýning á verkum Helga Vignis Bragasonar sem kallast Ábati: hugleiðing um efni. Ljósmyndun kom seint inn í líf Helga sem starfaði frá 10 ára aldri við byggingarframkvæmdir. Nú beinir hann fyrst og fremst linsunni að þeim iðnaði og með nokkuð gagnrýnu auga, sé vel að gáð. Síðustu ár hefur Helgi einbeitt sér að stærstu byggingarframkvæmd Íslandssögunnar, nýja Landsspítalanum. VIð ræðum við Helga og Birtu Fróðadóttur sýningarstjóra í þætti dagsins. Í dag er hrekkjavaka, upphaf hins gamla veturs, dagur hinna dauðu, - og við höldum af því tilefni á myrkari mið og minnumst þeirra skálda og menningarvita sem tekin voru af lífi í fjöldaaftökum í Sovétríkjunum á tímum stalínismans. Sölvi Halldórsson verður einnig með okkur í dag, og rýnir að þessu sinni í bók Rúnars Helga Vignissonar, Þú ringlaði karlmaður: tilraun til kerfisuppfærslu. En við hefjum þáttinn á því að heyra í fiðluleikaranum Elfu Rún Kristinsdóttur sem heldur tónleika í Fríkirkjunni á morgun.