Skilaboð að handan, Kammerkór Norðurlands, súrrealistar
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Mikilvæg skilaboð að handan eru hvatinn að baki nýrri sýningu GJörningaklúbbsins sem opnar dyr sínar í Gallerí Porti um helgina. Þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, sem hafa starfað saman í rúma tvo áratugi að listinni, hafa í auknum mæli nýtt sér sjáendur við upphaf sköpunarferlis, aðferð sem þær kalla miðil-miðil. Sýningin í Gallerí Porti mun hverfast um miðilsfund sem átti sér stað í húsi við Bergstaðarstræti 2019, í húsi Ásgríms Jónssonar listmálara. Á fundinum náðist samband við Ásgrím sem vildi koma mikilvægum skilabopðum á framfæri. Þær Eirún og Jóní hafa hingað til ekki opinberað miðilsfundina sjálfa en í þessu tilfelli vilja þær gefa fólki kost á að komast í þessa frumheimild. Við heyrum upptökur af miðilsfundinum og ræðum við listakonurnar í þætti dagsins. Kammerkór Norðurlands er á faraldsfæti þessa dagana, kórinn hefur starfað í yfir 20 ár og hefur frá stofnun haft að markmiði að flytja nýja íslenska kórtónlist, samhliða ýmsum öðrum verkefnnum og gefið út þrjá hljómdiska, síðast árið 2020, en þar er að finna ljóð Davíðs Stefánssonar við ný og eldri íslensk lög. Nú beinir kórinn sjónum sínum til Bandaríkjanna og flytur nokkur af nýrri kórverkum höfuðtónskálda Bandaríkjanna í bland við dægurlög í kórútsetningum. Meðlimir kórsins eru flestir tónlistarmenntaðir og/eða atvinnufólk í tónlist sem koma víða að af Norðurlandi, búsettir allt frá Kópaskeri að Hrútafirði og kórstjórinn, Við ræðum við Guðmund Óla Gunnarsson í þætti dagsins. Og að gefnu tilefni rifjum við upp umfjöllun um konur sem tengdust hreyfingu súrrealista á fyrri hluta síðustu aldar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir