Serótónínendurupptökuhemlar, annáll um sviðslistir og Móðurást: Oddný

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Afhverju líður okkur ömurlega einn daginn en frábærlega þann næsta? Á hverju veltur afstaða okkar til lífsins og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Þessar og fleiri spurningar kvikna í huga Reynis, aðalpersónu Serótónínendurupptökuhemla, nýjustu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Við ræðum við Friðgeir um Reyni og tilgang lífsins í þætti dagsins.Einnig fara þær Nína Hjálmarsdóttir og Eva Halldóra Guðmundsdóttir yfir árið á fjölunum í sviðslistaannál og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Oddný: Móðurást eftir Kristínu Ómarsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.