Safnasafnið / svipmynd
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Við Svalbarðseyri í Eyjafirði stendur eitt af forvitnilegri söfnum landsins, Safnasafnið. Þetta höfuðsafn myndlistar sjálflærðra listamanna, myndlistar sem oft er kölluð alþýðulist eða utangarðslist, var stofnað árið 1995 af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Víðsjá heimsækir þau Magnhildi og Níels í Safnasafnið í þætti dagsins.