Rúnir, Barbie, túlkun og upplifun

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Hugvísindaþing var haldið í Háskóla Íslands nú um helgina en þar var kvikmyndin um Barbie þar meðal annars til umræðu út frá fræðilegu sjónarhorni feminískra útópía. Við ræðum við Katrínu Pálmadóttur Þorgerðardóttur, heimspekinema, um Barbie og útópíur í þætti dagsins. Pistlahöfundurinn Freyja Þórsdóttir fjallar um það hvernig túlkun hefur áhrif á upplifun. Hvernig það sem við trúum hefur umbreytandi áhrif á okkur og veruleikann. Og hvernig skilningur og góð trú gerir okkur kleift að sjá skýrar, kalla fram betri möguleika og þar með skapa fallegri heim. Þórgunnur Snædal, doktor í rúnafræðum gaf út í vetur yfirlitsrit um rúnir á Íslandi, þar sem hún birtir afrakstur rannsókna sinna á íslenskri rúnasögu frá landnámi til nútímans. Bókin var á dögunum tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Við ræðum við Þórgunni í þætti dagsins. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir