Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Talsverð umræða hefur skapast á síðustu mánuðum og misserum um stöðuveitingar og tilfærslur æðstu stjórnenda menningarstofnanna landsmanna og svo er enn. Deilt hefur verið á orðalag í auglýsingum og er nýjasta dæmið auglýsing um rektorsstöðuna við Listaháskóla Íslands. Við reifum þessi mál og ræðum við Þórunni Sigurðardóttur og Karl Ágúst Þorbergsson í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í nýtt íslenskt leikverk, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó um liðna helgi, Ég lifi enn - sönn saga, eftir Rebekku A. Ingimundardóttur, Þórey Sigþórsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og leikhópinn Blik.