Rambó er týndur, Taugatrjágróður, Heimsmeistarinn

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Samfélagsmiðlar, þráhyggja, karókí, einelti og neyslutilvera okkar eru þræðir sem tengjast í nýjustu skáldsögu Yrsu ÞallarGYlfadóttur, Rambó er týndur. Bókin fjallar um Söndru, kennara sem elskar að versla á Bland og syngja í karókí, og ferðalag hennar inn í samfélag hundafólks á internetinu. Við ræðum við Yrsu í þætti dagsins og heyrum brot úr Rambó er týndur. Taugatrjágróður nefnist nýútkomin ljóðabók Aðalheiðar Halldórsdóttur, dansara, leikkonu og danshöfunar. Bókin er heildræn frásögn sem fylgir sögumanni í eins konar öngutúr, þar sem leitað er svara við hinum ýmsu spurningum um eðli tilverunnar. Aðalheiður verður gestur okkar í dag. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Heimsmeistarann eftir Einar Kárason. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson