Prinsessuleikarnir, Kerfi í Berg contemporary, Roni Horn

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Í Berg Contemporary við Klapparstíg var opnuð um liðna helgi sýningin Kerfi þar sem ný verk eftir Heklu Dögg Jónsdóttur myndlistarkonu eru til sýnis. Verkin á sýningunni eru þrenns konar: þarna er vídeóverk þar sem þrír litir blandast saman á vatnsyfirborði, í öðru verki rúlla hvítir og svartir textar yfir vegginn á plastrúllum, og svo eru þarna stór pappírs verk, sem ná frá gólfi og upp í loft. Meira um það þegar við göngum um sýninguna með Heklu Dögg í þætti dagsins. Og svo ætlum við að velta fyrir okkur hugmyndinni um prinsessuna. Goðsögnin um hina hreinu og duglegu prinsessu, prúðu og iðnu stúlkuna, sem Grimmsbræður festu á blað, og sem Disney verkmsiðjan festi svo enn betur í sessi í samtíma okkar, lifir enn góðu lífi, en afhverju? Austurríska nóbelskáldið Elfriede Jelinek tekst á við þessar spurningar í Prinsessuleikunum, verki sem Borgarleikhúsið frumsýnir um næstu helgi í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Una verður gestur okkar í dag. Á fimmtudaginn síðasta var samþykkt á Alþingi að veita 21 ein­stak­lingi rík­is­borg­ara­rétt. Athygli vakti að meðal þeirra er banda­ríska lista­kon­an Roni Horn sem sannarlega má setja í flokk svokallaðra Íslands­vina eft­ir ára­löng tengsl henn­ar við land og þjóð. Af þessu tilefni ætlum við að hverfa aftur til ársins 2007, og rifja upp viðtal við listakonuna, sem ræddi þá meðal annars um áhrif Íslands á list hennar, efnahagsmálin sem þá voru á blússandi siglingu og náttúruvernd svo eitthvað sé nefnt.