Pissuskál Duchamp eða Elsu, Seiðstorumur, Sequences
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Verkið Fountain eftir Marcel Duchamp, betur þekkt sem pissuskálin, markar kaflaskil í vestrænni listasögu, og er jafnan talið vera eitt af fyrstu verkunum sem síðar voru kennd við konseptúalisma, eða hugmyndalist. Nú hefur komið í ljós að þetta höfuðverk hans er mjög líklega alls ekki eftir hann, heldur eftir vinkonu hans, þýsku dada-listakonuna Elsu von Freytag-Loringhoven. Vakið var máls á þessu í Guardian í síðustu viku en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem listfræðingar stíga fram með þessa hugmynd, umræðan hefur verið í gangi síðan nokkru fyrir aldamót. Við kynnum okkur málið í þætti dagsins. Við heyrum við einnig af nýjustu skáldsögu furðusagnahöfundarins Alexanders Dan Vilhjálmssonar, Seiðstormi sem er hluti af Hrímlandsbókaflokk höfundar. Hrímland þykir líkjast Íslandi en í bókunum er hins vegar að finna seiðmagnsvirkjun í Öskjuhlíð, sofandi bergrisa á skolavörðuholti, eins konar fríríki í vestmannaeyjum og hinar ýmsu furðuverur úr íslenskum menningararfi. Og að lokum segir Dagbjört Drífa Thorlacius frá verki eistneska gjörningalistamannsins Johhan Rosenberg, hann sýndi nýverið verk sitt Gildrur á Sequences listahátíðinni