Piparmeyjar, Wadada Leo Smith, jólakettlingar í Eyjafirði og Þegar mamma mín dó/rýni
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Nýlega lék jazzgoðsögnin Wadada Leo Smith á stappfullum tónleikum í Iðnó, í lok sinnar síðustu tónleikaferðar um Evrópu eftir 60 ára feril. Wadada hefur sótt Ísland heim í nígang og haft mikil áhrif á íslensku jazzsenuna og Tumi Árnason ætlar að segja okkur af því í þætti dagsins. Við hringjum líka norður í Eyjafjörð, því þar tekur myndlistarkonan Aðalheiður Eysteinsdóttir vel á móti fólki á aðventunni og eitthvað kemur jólakötturinn þar við sögu. Auk þess fjallar Soffía Auður Birgisdóttir um nýútkomna bók Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, Þegar mamma mín dó, og Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur, kemur í hljóðstofu, en hún sendi fyrir skömmu frá sér bókina Piparmeyjar, - Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi.
