Picasso, Norræna í ljóðum, arkitekt á ferðalagi, sumar í sveit
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Í ár eru 50 ár frá því að Picasso féll frá, en hann lést í apríl 1973, þá 92 ára gamall. Stóru söfnin úti í heimi keppast við að finna áhugaverðar nálganir á höfundaverk manns sem ekki aðeins er kallaður myndlistar risi 20 aldarinnar heldur einnig af mörgum talin vera snillingur. En það eru ekki allir samamála um það. Við kynnum okkur nokkrar ólíkar nálganir á höfundarverk hans í þætti dagsins. Það er brú í smíðum frá Quebec í Kanada yfir til Svíþjóðar með viðkomu á Íslandi, þetta er einhverskonar loftbrú eða ljóðbrú. Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær var haldinn viðburður Women of the North, Konur norðursins þar sem ljóð kvenna voru í forgrunni. Nancy R Lange ljóðskáld, útgefandi og þýðandi er sú sem stendur í stafni þessa verkefnis og hún kemur til okkar og segir frá dvöl sinni hér á landi og því sem tengir þessi ólíku svæði. Og svo laumum við inn einum gullmola úr safni rúv, broti úr viðtali sem við rákumst á á ferðalagi okkar um safnið hér í efstaleiti. Um er að ræða viðtal frá 1962, við Helga Haraldsson bónda á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, en hann var fæddur 12. júní 1891. Auk þess að vera heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Íslands er Helgi kynntur til leiks í þessu viðtali sem framúrskarandi sauðfjárbóndi, maður með ást á sögunni og andúð á leirburði. Og í dag lýkur ferðalagi okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt. Í þessum síðasta pistli heldur hún áfram að ferðast á forsendum tunglsins um norðurhluta Frakklands, og endar í kastala, klaustri og blómagarði Monets