Örverpi, Sequences, Mútta Courage, styttan af séra Friðrik
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru veitt í Höfða í dag. Birna Stefánsdóttir fær verðlaunin í ár fyrir ljóðabókina Örverpi, ljóðsögu um fjölskyldu sem er að takast á við flóknar breytingar. Við ræðum við Birnu í þætti dagsins. Einnig heyrum við fréttir af listahátíðinni Sequences og rýni í Múttu Courage sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Að lokum veltum við fyrir okkur styttunni af séra Friðriki Friðrikssyni. Hvað skal gera við minnisvarða sem fæstir vilja lengur sjá?