Örn Alexander Ámundason, Víkingur Heiðar og Yuja Wang, State of the Art-rýni

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Víkingur Heiðar kemur í heimsókn og segir frá tónleikaferð þeirra Yuja Wang sem hefst í Hörpu um helgina. Bæði teljast þau til stórstjarna í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, en það er óvenjulegt að tveir píanóleikarar fari í tónleikaferð saman, hvað þá listamenn af þessu kaliberi. Meira um það í þætti dagsins. Við heyrum líka af forvitnilegri sýningu Arnar Alexanders Ámundasonar sem nú stendur yfir í Skaftfelli. Sýningin, sem kallast Titill á sýningu, inniheldur eiginlega ekkert nema ímynduð viðbrögð við sýningunni í fjölmiðlum og á facebook, og sum gagnrýnin er ansi óvægin. Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í tvo viðburði sem fram fóru á State of the Art hátíðinni og við heyrum einnig brot úr viðtali við nýbakaðan verðlaunahafa Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.