Óli K, píanóhátíðin Slagharpan syngur og handhafi The Booker Awards

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans voru kynntar við hátíðlega athöfn í Eddu í gær. Ein þeirra bóka sem tilnefnd er í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er Óli K, en hún fjallar um Óla K. fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara Íslands. Óli K. fór til Bandaríkjanna í nám á stríðsárunum og hóf svo störf Morgunblaðinu árið 1947 þar sem hann vann í 49 ár. Hann var einn þeirra sem skrásetti sögu landsins og var viðstaddur fjölda mikilvægra atburða í sögu þjóðarinnar, Natómótmælin á Austurvelli, Vestmannaeyjagosið, Kvennafrídaginn, komu handritanna og heimsókn Ellu Fitzgerald til landsins, svo eitthvað sé nefnt. Það er sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir sem ritaði sögu Óla K. og við ræðum við hana í þætti dagsins. Við hugum einnig að erlendum bókmenntum, nánar tiltekið bandarískum bókmenntum. Í síðustu viku fór fram verðlaunaafhending The National Book Award vestanhafs. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum en skáldsagnaverðlaunin sem fara gjarnan hæst hlaut höfundurinn Percival Everett fyrir bókina James, sem er endursögn á heimsbókmenntinni Huckleberry Finn eða Stikkilsberja Finni, eftir Mark Twain. Tómas Ævar segir frá bókinni í þætti dagsins. Og við kynnum okkur nýja tónlistarhátíð, Slagharpan syngur. Á hátíðinni er íslensk píanótónlist frá hinum ýmsu tímabilum í forgrunni og flutt. Hátíðin samanstendur af fjöbreyttum viðburðum s.s. tónleikum, fyrirlestrum og kynningum og er opin öllum áhugasömum. Píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir, Peter Mate og Nína Margrét Grímsdóttir standa að hátíðinni og þau Peter og Erna Vala líta við í hljóðstofu til að segja nánar frá henni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir