Myrkir músíkdagar, Marat/Sade, Ljóðstafur Jóns úr Vör

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Sunna Dís Másdóttir tók við Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn um helgina, og kallast sigurljóð hennar ?Á eftir þegar þú ert búin að deyja?. Ljóðstafurinn, sem hefur verið veittur frá 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör, er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik. Alls bárust 230 ljóð í keppnina að þessu sinni. Sunna Dís verður gestur okkar í dag. Myrkir músíkdagar hefjast á morgun, tónlistarhátíð sem er eins og vanalega tileinkuð samtímatónlist, bæði innlenri og erlendri. Megnið af hátíðinni fer fram í Hörpu að þessu sinni og margir tónlistarhópanna eru þekktir þátttakendur á þessari rótgrónu hátíð: Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect og Sinfóníuhljómsveit Íslands en aðrir koma að henni nú í fyrsta sinn. Ásmundur Jónsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður gestur Víðsjár í dag. Leikhópurinn LabLoki, í samstarfi við Borgarleikhúsið, frumsýndi um liðna helgi eitt af öndvegisverkum 20.aldar, Marat/ Sade eftir Peter Weiss. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í uppsetninguna í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson