Myndlist á Íslandi: ný myndlistarstefna og framtíðarsýn
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Íslensku myndlistarverðlaununum verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Iðnó, en þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt. Í dag stendur svo yfir ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem staða myndlistar í íslensku samfélagi er reifuð. Að ráðstefnunni standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Myndlistarmiðstöð. Af þessu tilefni verður Víðsjá dagsins með öðruvísi sniði, við fáum til okkar gesti sem taka til máls á ráðstefnunni og ræðum myndlistarmenningu og framtíð myndlistarstarfsemi á Íslandi. Gestir okkar verða Dorothee Kirch, Hlynur Hallsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Bjarki Bragason Og svo heyrum við einnig í Pari Stave, forstöðukonu Skaftfells. Pari flutti frá New York til Seyðisfjarðar árið 2022 en hún starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Metropolitan safninu í New York. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.