Ljósmyndir Rúnars Gunnarssonar, Draumaþjófurinn, Smithsonian
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari er fæddur árið 1944. Hann fékk sína fyrstu myndavél árið 1957 og fór þá beinustu leið út að mynda og hefur verið að mynda síðan. Ljósmyndasýnin á verkum Rúnars opnaði dyr sínar í myndasal Þjóðminjasafns Íslands síðastliðinn laugardag og kallast sýningin Ekki augnablikið heldur eilífðin Rúnar segir drifkraftinn á bak við ævistarfið vera þörfina fyrir að fanga andblæ tímans, eilífðina og mögulega einhvern sannleika, og að á sama tíma hafi hann reynt að forðast fegurðina eins og heitan eldinn. Við heyrum meira af því þegar við skoðum ljósmyndirnar með Rúnari í þætti dagsins. Nýtt íslenskt leikhúsverk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 5.mars síðastliðinn, Draumaþjófurinn. Þetta er fjölskyldusöngleikur eftir Björk Jakobsdóttur sem byggir á bók Gunnars Helgasonar, en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlistina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. En við hefjum þáttinn á fréttum frá Bandaríkjunum, á stækkunar hugmyndum um eina mestu menningarstofnun þess stóra lands, Smithsonian safnsins.